Sýnishorn af
minnisbókunum okkar



Infinitebook Svört A5
Ólínustrikuð

Hugmyndirnar koma alls staðar að! Skrifaðu hvar sem er, hvenær sem er!


Infinitebook Rauð A5
Ólínustrikuð

Þú átt stefumót við rauðu A5 minnisbókina. Allt sem þú þarft við skapandi skrif. ❤️


Infinitebook Blá A5
Ólínustrikuð

Burtséð frá tilviljunum þá er blár litur tákn óendanleikans. Hefðu ferðalagið og byrjaðu að skrifa.


Infinitebook Svört A4
Ólínustrikuð

Halló skapandi dagar! Skrifaðu og strokaðu út eins oft og þér sýnist í stóru A4 bókina.


Infinitebook Svört A5
Punktalínur

Línur, form, teikningar, vertu skapandi! Skapaðu það sem þér dettur í hug! Því sköpun er óendanleg og á sér engin takmörk.


Infinitebook Svört A6
Ólínustrikuð

Minna er meira. Létt og þægileg minnisbók. Besti vinur bakpokans þegar ekkert kemst fyrir. Passar allstaðar!


Infinitebook Frida Kahlo A5
Ólínustrikuð

Sæktu innblástur til Fridu Khalo. Hún er margfræg listakona, þekkt fyrir óvenjuleg málverk, hugrekki og skapandi hugsun. 🎨


Infinitebook CTRL+Z A5
Ólínustrikuð

Hver dagur er nýtt upphaf. CTRL-Z er dagleg áminning um að það má alltaf leiðrétta mistök. 🔄


Infinitebook Einstein AI A5
Punktalínur

Þessi minnisbók var hönnuð með hjálp gervigreindar. Einstök eins og Einstein! 🤯


 

Aukahluttir



Hreinsisett

Einfalt ráð til að halda minnisbókinni snyrtilegri.


Svartur penni (F)

Svarti penninn er besti vinur minnisbókarinnar.


Pennahaldari

Litlir hlutir eiga það til að týnast í bakpokanum. Þá borgar sig að eiga pennahaldara. Einföld og góð lausn!


 

Fleiri vörur á leiðinni!



Hvernig virkar þetta?

Taktu fyrsta skrefið!

Þú finnur muninn um leið og þú byrjar að skrifa í minnisbókina. Sköpun og framleiðni aukast til muna.

Ekkert mál að stroka út!

Einfaldlega vegna þess að þú getur endurskrifað og strokað út eins oft og þér sýnist!

Penni fylgir með minnisbókinni. Á pennanum er sérstakt strokleður, gott er að nota það til að stroka út stafsetningarvillur!

Þú getur líka notað rakan klút eða til þess að einfalda þrifin enn þá meira, prófaðu hreinsisettið!

Síðast en ekki síst: Endurnýttu!

Eina mínútuna ertu með útkrotaða síðu og á augnabliki er síðan orðin hrein að nýju!

Þegar allt kemur til alls: infinitebook er grænni og vænni kostur því hún getur enst að eilífu!


Sagan


 

Þ etta hófst í framhaldsskóla þegar Pedro var 17 ára. Hann braut heilann yfir því að þurfa að nota blað og blýant þegar hann var að læra. Honum fannst það hreint út sagt ekki gagnlegt.Í raun fannst honum það skapa fleiri vandamál en lausnir. Blýanturinn lét ekki að stjórn og strokleðrið eyðilagði heilu blaðsíðurnar. Ef hann notaði penna gat hann ekki strokað út sem varð til þess að ennþá fleiri blaðsíður enduðu í ruslatunnunni.

Hann átti jú, tússtöflu heima hjá sér en hann gat ekki ferðast með hana á milli staða. Hann hugsaði því með sjálfum sér! “Hvað ef ég hanna minnisbók sem er eins og tafla?" Skemmtilegt hvernig handahófskenndar hugmyndir geta orðið að veruleika og þannig varð fyrsta frumgerðin af minnisbókinni til.



Mjög fljótt varð vandamálið hans Pedro að nýstárlegri og sjálfbærri viðskiptahugmynd. Í kjölfarið kviknuðu nýjar hugmyndir, svo margar að hann náði vart utan um þær allar. Hann hóf því að hugsa um næstu skref: Hvernig hann gæti útvíkkað hugmyndina og stofnað fyrirtæki.

Með hópfjármögnun tókst honum að safna nægu fé til þess að stofna fyrirtæki. Til að byrja með nefndi hann það Ecobook, en breytti nafninu seinna í Infinitebook. Frá upphafi hefur Infinitebook kynnt útgáfur af vörum sínum og átt í farsælu samstarfi við önnur fyrirtæki og vörumerki.

 

Spurt & svarað

Góð ráð um notkun minnisbókarinnar

Vertu með á nótunum! Hér eru nokkur góð ráð:

1Hvernig stroka ég út?
Það eru þrjár aðferðir til að stroka út:

1. Penni fylgir með minnisbókinni. Á pennanum er sérstakt strokleður, við mælum með að nota það til að stroka út stafsetningarvillur.
2. Til að stroka út heilar blaðsíður mælum við með því að nota rakan klút. Þessi aðferð virkar best ef blekið er ferskt, (ekki eldra en viku gamalt).
3. Til að stroka út heilar blaðsíður, (eldra en viku gamalt blek) mælum við með því að nota sérstakt hreinsisett, sérhannað svo að hámarks árangur náist.
2Hvernig geymi ég glósurnar mínar? Mælið þið með einhverju appi?
Ef þú vilt geyma glósurnar þínar þá er best að taka mynd með símanum þínum eða skanna í skýjið og nota það app sem hentar þér best. Hægt er að nota hvað app/skönnunarforrit sem er. Hins vegar ef þú notar ekki öpp þá er hægt að nota Cam scanner eða Adobe scan. Fyrir frekari upplýsingar.
3Hvernig penna get ég notað?
Penni fylgir með minnisbókinni en hann er sérstaklega hannaður fyrir notkun minnisbókarinnar. Blekið í pennanum þornar fljótt svo það kámist ekki (eða skilji eftir bletti). Hann er með fínum oddi (0,6 mm.) og eru fáanlegur í svörtu og rauðu. Aðra penna sem hægt er að nota og hafa svipaða virkni eru (Staedtler Lumocolor Non-Permanent). Ekki er ráðlagt aðnota aðra penna.
4Kámast blekið í pennanum sem fylgir minnisbókinni?
Blekið í pennanum er sérstaklega hannað til að þorna fljótt, á einungis átta sekúndum. Eftir að það þornar kámast það ekki.
5Þegar ég stroka út í minnisbókinni klessist blekið. Hvað er til ráða?
Blekið í pennanum er sérstaklega hannað til að þorna fljótt, á einungis átta sekúndum. Eftir að það þornar kámast það ekki. Því er best að bíða í átta sekúndur og stroka svo út. Einnig er hægt að nota rakan klút eða hreinsisettið okkar.
6Penninn minn er bilaður eða skrifar ekki. Hvað er til ráða?
Blekið í pennanum er sérstaklega hannað til að þorna fljótt, á einungis átta sekúndum. Eftir að það þornar kámast það ekki. Oddurinn á pennannum þornar auðveldlega upp ef lokið er ekki á. Til að hefja skrif að nýju er best að setja lokið á í smástund og fjarlægja það svo. Það er svampur inni í lokinu sem að virkjar blekið aftur.
7Hvernig nota ég hreinsikittið?
Hreinsisettið samanstendur af þremur hlutum: örtrefjaklút, svamp og spreybrúsa. Auðvelt í notkun og hentar vel ef hreinsa/þrífa á heila minninsbók. eða ef blekið í bókinni er orðið gamalt. Ef blekið er minna en viku gamalt mælum við með því að nota spreybrúsann og örtrefjaklútinn. Ef blekið ereldra en viku gamalt er best að nota spreybrúsann og svampinn.
8Er hægt að fá áfyllingu fyrir pennann?
Umhverfisvænni valkostur samanborið við að kaupa nýjan penna, er að kaupa blek áfyllingu. Hægt er að kaupa blek áfyllingu fyrir svarta pennann.Hver áfylling dugir í þrjú til fimm skipti.
9Ég er örvhent/örvhentur. Get ég samt notað minnisbókina?
Það veltur á ýmsu. Við erum með örvhenta viðskiptavini sem nota bókina án vandkvæða þar sem að blekið þornar mjög fljótt. Hins vegar höfum við líka verið með örvhenta viðskiptavini sem að gátu ekki notað minnisbókina.
10Er hægt að endurvinna minnisbókina?
Minnisbókin endist í mjög langan tíma. Ef til þess kemur að það þarf að fleygja henni, þá mælumst við til þess að endurvinna hana, Það er einfalt að taka minnisbókina í sundur og koma því sem til fellur í réttan flokk. Málmur og pappír.
11Vistfræðilegar vottanir á Infinitebook vörum.
Umhyggja fyrir umhverfinu hefur verið hluti af sögu Infinitebook. Pappírinn er 100% endurvinnanlegur og grænmetisblekið er þróað með endurnýjanlegum hráefnum. Allar vörurnar okkar eru vistfræðilega vottaðar.

Gerðu fyrirtækið þitt sýnilegra með Infinitebook


með notkun infinitebook getur þú gert fyrirtækið þitt sýnilegra, aukið framleiðni og orðið vistvænni. Möguleikarnir eru óendanlegir!

Einföld

Einfalt þarf ekki að þýða leiðinlegt!


    Pakkinn inniheldur:
  • Svartan penna
  • Sérsniðið lógó á bókarkápu
    Aukahlutir:
  • Sérhannaður kassi
  • Hreinsisett
  • Pennahaldari

Sérsniðin bókarkápa

Hannaðu minnisbók með lógói þíns fyrirtækis!

    Pakkinn inniheldur:
  • Svartan penna
  • Sérsniðna bókarkápu
  • Útlit síðu að eigin vali
  • Mjúka eða harða bókarkápu

    Aukahlutir:
  • Sérhannaður kassi
  • Hreinsisett
  • Pennahaldari

Sérsniðin bókarkápa og síðuskipulag

Sérsníddu minnisbók eftir þörfum og ásýnd þíns fyrirtækis!

    Pakkinn inniheldur:
  • Svartan penna
  • Sérsniðna bókarkápu
  • Mjúka eða harða bókarkápu
  • Útlit síðu að eigin vali
  • Síðuskipulag sniðið að þínum þörfum
    Aukahlutir:
  • Sérhannaður kassi
  • Hreinsisett
  • Pennahaldari



Þessi fyrirtæki eru með á nótunum!